Skilmálar

Þjónustuskilmálar

Þjónustan

Viðskiptavinur fær með samningi þessum leyfi til að nota hugbúnaðinn á allan þann hátt sem hugbúnaðurinn býður upp á við eðlilega notkun í starfsemi viðskiptavinar meðan samningurinn er í gildi. Leyfið felur ekki á neinn hátt í sér framsal á réttindum Records tengd hugbúnaðinum. Leyfið felur ekki í sér einkaréttarleyfi. Viðskiptavini er óheimilt að framselja leyfið eða leyfa þriðja aðila notkun þess, með beinum eða óbeinum hætti, svo sem með því að nýta eða endurnýta leyfið

Skyldur viðskiptavinar

Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að tryggja að hann hafi þann vél- og hugbúnað sem nauðsynlegur er svo hægt sé að veita þjónustuna. Það er á ábyrgð viðskiptavinar að hugbúnaður hans sé laus við vírusa, trójuhesta eða annars konar hugbúnað eða kóða sem hafa skaðlega eiginleika, að hugbúnaður hans sé á viðurkenndu formi, og hugbúnaður hans geti ekki, á einn eða annan hátt, skaðað eða haft slæm áhrif á hugbúnaðarlausn Records eða þjónustuna.

Öryggi og persónuupplýsingar

Records leggur áherslu á að tryggja öryggi gagna, sérstaklega út frá sjónarmiðum persónuverndar. Einungis þau gögn sem nauðsynleg eru til að tryggja rekstur kerfisins eru geymd.

Aðgangur viðskiptavinar

Viðskiptavinur ber ábyrgð á öllum aðgerðum sem eiga sér stað á notandaaðgangi sínum. Notandaaðgangur getur einnig verið veittur af aðgangsstjóra viðskiptavinar sem ber ábyrgð á umsjón með notandaaðgangi starfsmanna sinna.

Takmörkun ábyrgðar

Records ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða beint eða óbeint vegna galla eða bilana í búnaði, s.s. hugbúnaði, endabúnaði, nettengingu, vafra, stýrikerfi viðskiptavinar/notanda eða tölvukerfi þjónustuveitanda, eða af öðrum orsökum sem kunna að valda því að þjónustan verði að öllu eða einhverju leyti óaðgengileg eða með öðrum hætti en til var ætlast. Records ber ekki ábyrgð á tjóni vegna rangrar eða óheimilar notkunar hugbúnaðarins, rangs umhverfis hans eða búnaðar viðskiptavinar/notanda. Records ber ekki ábyrgð á tjóni vegna utanaðkomandi atvika svo sem bilana, rangra utanaðkomandi upplýsinga eða vegna þjófnaðar eða leka á upplýsingum úr hugbúnaðinum, hvort sem það atvikast í gegnum tölvubúnað notenda eða hjá Records.

Hugverkaréttindi

Vörumerki og vöruheiti mega aðeins vera notuð af þriðja aðila ef hann hefur fengið til þess skriflegt samþykki. Þetta gildir jafnt um útgefið efni og á vefsvæðum.

Breytingar

Records áskilur sér rétt, til að breyta þessum þjónustuskilmálum hvenær sem er. Nema annað sé sérstaklega tekið fram verða slíkar breytingar tilkynntar í gegnum þjónustuna með 30 daga fyrirvara. Kannaðu reglulega hvort breytingar hafi verið gerðar á skilmálunum. Áframhaldandi notkun þín á þjónustu okkar eftir slíkar breytingar jafngildir bindandi samþykki á slíkum breytingum.

Óviðráðanleg atvik

Records ber ekki ábyrgð á tjóni sem verður vegna óviðráðanlegra utanaðkomandi atvika (force majeure) svo sem styrjalda, eldsvoða, náttúruhamfara, verkfalla o.þ.h. Records ber ekki ábyrgð á óbeinu tjóni, s.s. töpuðum hagnaði og í öllu falli er bótaábyrgð Records bundin því skilyrði að beint og ótvírætt tjón megi rekja til ásetnings eða meiriháttar gáleysis Records eða starfsmanna þess og orsakasamband sé milli bótaskyldrar háttsemi og tjóns og önnur skilyrði bótaskyldu séu uppfyllt, allt í samræmi við almennar reglur skaðabótaréttarins.

Ágreiningur

Um skilmála þessa gilda íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða deilur varðandi þessa þjónustuskilmála skulu aðilar reyna að ná sáttum. Ef sættir nást ekki skulu allar óleystar deilur, ágreiningur og kröfur sem upp koma vegna þessara þjónustuskilmála eða tengjast þeim, brotum á þeim, riftun eða gildi, leystar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Uppsögn

Viðskiptavinur getur hætt að nota þjónustuna hvenær sem er. Records áskilur sér rétt til að hætta að veita þjónustuna eða færa veitingu þjónustunar í hendur þriðja aðila. Records áskilur sér rétt til að hætta að veita þjónustuna, fyrirvaralaust, ef viðskiptavinur eða notandi brýtur gegn þessum þjónustuskilmálum.

Persónuvernd

Persónuverndarstefna

Upplýsingaöryggi er hornsteinn Records, þar með talið öryggi persónuupplýsinga. Records sér til þess að farið sé með allar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga. Stefna Records er að geyma og vinna eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til að geta veitt þá þjónustu sem í boði er hverju sinni.

Persónuupplýsingar

Persónuupplýsingar eru ekki nýttar í öðrum tilgangi en þeirra er aflað. Í sumum tilvikum áskiljur Records sér rétt til að deila persónuupplýsingum með þriðja aðila sem koma að tæknilegu viðhaldi, undirvinnslu gagna eða þjónustu að því marki sem nauðsynlegt er til að inna þjónustuna af hendi. Records tryggir að slíkir þriðju aðilar viðhafi fullan trúnað.

Upplýsingar til þriðja aðila

Records mun ekki afhenda, selja eða leigja persónuupplýsingar til þriðja aðila nema Records sé það skylt samkvæmt lögum eða samkvæmt beiðni ábyrgðaraðila eða þess notanda sem gögnin tilheyra.

Notkunarskrá

Þegar notendur eru innskráðir í Records safnast saman upplýsingar um notkun þeirra. Þess konar upplýsingar eru eingöngu notaðar til að bæta upplifun notenda af þjónustunni, t.d. með því að bæta hönnun þjónustunnar eða láta notendur, einka- eða lögaðila sem notar þjónustuna, vita af hugsanlegum tæknilegum vandamálum í búnaði þeirra.

Takmörkun ábyrgðar

Að því marki sem gildandi lög heimila, ber Records enga skaðabótaábyrgð vegna atvika sem upp kunna að koma vegna þess hvernig þjónustan er notuð eða útveguð, nema ef hægt er að rekja slík atvik til vítaverðrar vanrækslu eða misferlis af ásetningi af hálfu Records.

Lög og lögsaga

Þessi persónuverndarstefna fellur undir íslensk lög. Leysa skal úr ágreiningi sem kann að rísa eða í tengslum við persónuverndarstefnuna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef ekki er hægt að leysa úr honum á annan hátt.

Breytingar

Records áskilur sér rétt til þess að breyta og uppfæra persónuverndarstefnu þessa hvenær sem er. Breytingar eru tilkynntar á vef Records eða í tölvupósti til viðskiptavina.

Hafðu samband

Fyrir nánari upplýsingar eða athugasemdir við Þjónustuskilmála eða persónuverndarstefnu hafðu samband á info@records.is