Um Records

Hvað er Records?

  • Records er sérstaklega hugsað til að bjóða einstaklingum og minni fyrirtækjum upp á öfluga þjónustu til að halda utan um rafræn gögn sem nú safnast upp í tölvupóst-reikningum einstaklinga og týnast auðveldlega.
  • Okkar markið er að bjóða Records ókeypis fyrir alla notendur til að vista öll sín lagalega bindandi skjöl. Tekjurnar okkar koma síðan frá því þegar greitt er fyrir undirritunarferli skjals auk þess að fyrirtæki greiða sanngjarna áskrift fyrir notkun.
  • Records býður að auki áskrift sem nýtist vel smærri fyrirtækjum og félagasamtökum. Þar bætast við eiginleikar eins og aðgangsstjórnun starfsmanna, einföld skjalastjörnun, skjalaflokkar og margt fleira.

Hverjir standa að baki Records?

  • Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Code North ehf þróaði Records.
  • Hugbúnaðurinn er byggður á tæknigrunni sem fyrirtækið hefur þróað til að auðvelda forritun og rekstur flókinna skýjakerfa í fjártækni- og viðskiptalausnum.
  • Rannís styrkti Code North til að útfæra Records verkefnið með styrk sem úthlutað var 2020.
  • Nánar um Code North og sögu Records má finna hér.

Hvaða tæknigrunni er Records byggt á?

  • Nánari upplýsingar um tæknina sem Code North hefur þróað undir nafninu “Mobiz Platform” má finna hér.