Records er rafrænn skjalaskápur sem geymir öll þín lagalega bindandi skjöl ásamt öllum þínum allra mikilvægustu skjölum - hvort sem um er að ræða þín persónulegu skjöl eða gögn tengd rekstrinum þínum.
Hversu oft hefur þú undirritað skjal sem þú manst ekki alveg hvar er vistað? Fyrirtæki hafa gjarnan sérstaka skjalastjóra og skjalastjórnunarkerfi. Einstaklingar og minni félög enda hinsvegar gjarnan með skjölin sin í tölvupóstinum eða á víð og dreif. Með Records fara öll skjöl sem þú undirritar beint inn í rafræna skjalaskápinn þinn. Þú getur ferðast aftur í tímalínu og séð allt sem þú hefur undirritað.
Allir aðilar undirritunar fá sitt eigið frumrit inn í sinn eigin skjalaskáp. Hvort sem um er að ræða einstakling eða fyrirtæki. Þetta finnst okkur vera náttúrulegt og eðlilegt flæði sem hjálpar einstaklingum og aðilum í rekstri að halda utan um skjöl og finna þau aftur út frá samhengi og tíma.
Þú undirritar í Records og skjalið lifir með þér í þínum skjalaskáp. Til að finna aftur samning sem þú undirritaðir fyrir nokkrum árum er einfalt að fara inn í Records með þínu rafræna auðkenni og fletta aftur í tímalínunni þinni sem geymir öll þín skjöl og þínar undirritanir. Síðan getur þú leitað með öflugri textaleit sem styður íslenskar orð- og beygingarlýsingar.
Til viðbótar við tímalínuna þá styður Records öflugt flokkunarkerfi. Við höfum meira að segja útfært gervigreind sem reynir að giska á flokka fyrir skjölin þín út frá öðrum skjölum sem þú hefur sett inn. Þú getur flokkað skjöl og sett inn lýsigögn til að merkja betur skjölin í skjalaskápnum þínum.
Records er vistað hjá AWS þjónustu Amazon sem uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi og gæðaferla. Auðkenning í Records er tengd við rafrænt auðkennisþjónustu Auðkennis á Íslandi. Allar breytingar í skjalakerfinu eru vistaðar með óhrekjanlegri sönnunarslóð og allur aðgangur er skráður í rekstrarbækur.
Records uppfyllir allar kröfur reglugerðar EU (eIDAS) er varð rafrænar undirskriftir. Records er þróað sérstaklega til að tryggja og viðhalda kröfum um sönnunarslóð og örugga traustþjónustu. Records styður rafrænar undirritanir eIDAS (Qualified og Advanced). Records styður fullgildar undirritanir á móti rafrænu auðkenni (Qualified) en einnig léttari (Advanced) undirritanir, t.d. ef erlendir aðilar taka þátt í undirritun.
Records er byggt af fólki með reynslu af skjalastjórnun og þróun skjalastjórnunarkerfa. Bestu venjur við rafræna skjalastjórnun eru byggðar inn í Records. Þó það sé ekki endilega áberandi í viðmótinu þá er virknin bakvið tjöldin að uppfylla ítarlegar kröfur og framtíðarsýn alvöru skjalastjórnunar.
Records er rekið í hýsingarumhverfi Amazon AWS sem uppfyllir ströngustu kröfur um öryggi og gæðaferla við hýsingu og varðveislu gagna. Til viðbótar notast Records við sérstaka þjónustu sem tryggir óhrekjanlega sönnunarslóð allra aðgerða í kerfinu. Þessi tækni er byggð á hugmyndafræði bálkakeðju með þeirri breytingu að útfærslan hefur ekki mengandi áhrif á umhverfið.
Hentar einstaklingur, húsfélög og smærri félagasamtökum
Hentar fyrirtækjum, félagasamtök og fyrir örugg gagnaherbergi